10.12.2006 | 17:20
ehhm... hitt og þetta, I guess..
hæ
Ég er búin að fá tvö próf tilbaka. Enskuna og stærfræðina.
Í enskuni fékk ég 5- (fékk að vita að ég mundi hafa fengið 6 ef það voru ekki villur..)
Í stærfræði fékk ég 3 (sem er það samma sem ég fæ i hvert skifti..)
og svo hef ég svoldið sem ég fann á netinu. enjoy :D
Nýjir sveinar til að leysa af þá gömlu....
Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem taka við af tröllunum,
í tæknivæddum heim.
Út um allt þeir sáust,
oftar en áður.
Og láta illum látum,
svo landinn verði þjáður.
Grýla fin var orðin,
með fullan fataskáp.
En svali Leppalúði,
sat fast við sjónvarpsgláp.
Enn jólasveinar nefnast,
um jólin birtast þeir.
Og einn og einn þeir koma,
en aldrei tveir og tveir.
Þeir eru þrettán,
þessir nýju menn.
Og allir vildu ónáða
eins flesta í senn.
Að nútímanum vöndust,
nokkuð betra enn við.
En lika gerðu grikki,
af gömlum trölla sið.
Brunandi á bílum,
þeir birtast hér og þar.
Og byrja strax að herja'á
bæi alstaðar.
Miklu verr en áður
og aldrei hika við,
að hrekkja fólk og trufla
þess heimilisfrið.
Gekk-á-staur er fyrstur,
með fíflalæti og bögg.
Eftir snafs og öl
og ótal jólaglögg.
Vill hann tæma flöskur,
það veittir mikla sælu.
Loks stoppar jóla gleðin,
í stórum poll af ælu.
Gemsagaur er annar,
grallari og dóni.
Hann einkennist af síma,
með slæmum hringitóni.
Lengi er hann að svara,
og lætur siman hringja.
Í bíó tekur gemsan
og beint í tól mun syngja.
Lagstúfur er sá þriðji,
sem raular lög í dúr.
Þau æða beint í heilann,
þú nærð þeim aldrei úr.
Gömul lög og glötuð,
þau gerast ekki verri.
Stef úr auglýsingum,
eða eftir Stormsker, Sverri.
Fjórði, Fjarsteringafelir,
með fíkn frá græjum góðum.
Hann tekur allt med tökkum,
og týnir því jafnóðum.
Hann setur þær í sófann,
skáp eða verri svæði.
Svo allri sem að leita
enda í miklu bræði.
Sá fimmti, Veggjaníður,
er veruleikafirrtur.
Yngstur af öllum sveinum,
og oftast illa girtur.
Hann spreyjar allar fletti
með speki sinni og visku.
Trúir með skemmdaverkum,
tolli hann í tísku.
Sá sjötti, Reykjablæsir,
er svaka siðlaus.
Hann rétt sér út úr augum,
þvi reykský hylur haus.
Nær aska hans víða,
nema í öskubakkan.
Hann strompar kringum alla
og hóstar beint á krakkann.
Sjöundi var Hurðadældir,
sá fór úr bíl í æði.
Svo fólk fékk slæman glaðning,
er fór það út á stæði.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó vandamanna bíla
var kominn rispa í.
Græjuglamur, sá áttundi,
með garg sem allir heyra.
Hann bassa og læti hækkar,
svo blæðir út úr eyra.
Hann rúntar allar götur
og gellur kallar á.
En bara fær þær tómu,
sem bílin vilja sjá.
Níundi var Tyggjóklínir,
sem tyggur dag og nótt.
Hann gidrur setur oft,
svo manni er ei rótt.
Bak við hluti og undir,
bæði borð og stóla.
Fara tyggjó blettir
í buxur, skó og kjóla.
Tíundi var Símaníðir,
sá herjar oft á mann.
Seint, er tók að dimma,
hann tækifæri fann.
Símasölu á kvöldin,
-úr sófa reif mann upp,
á lífeyri og kaskó,
svo könnun frá Gallup.
Ellefti var svitaþefur,
erfitt er að stöðva.
Í ræktinni er mest,
að massa uppá vöðva.
Risa bringa og herðar,
handlegg eins og skinkur.
En sturtu fer hann aldrei,
svo myndast mikill stynkur.
Vírus-sendir, sá tólfti,
vill þér ekki vel.
Tölfupósti dreifir,
sem drepur þína vél.
Þú opnar póstinn óvart,
þá er tíðin erfið.
Það hendist allt úr minni,
og hrynur tölvukerfið.
Þrettándi, kom Snúruflækir,
þó ekki bara um Jól.
Skimast um allt húsið,
skoðar tæki og tól.
Hann tekur alla víra
og vindur þeim saman.
Bindur fasta hnúta,
þá fynst honum gaman.
Á sjálfa jólanóttina,
stuttan frið þú færð.
Því fortíð mætir framtíð,
og yfir færist værð.
En þessir fara ei burtu,
þótt hverfi frost og snjór.
Því fræknir fýrar hittast
og fá sér góðan bjór.
Svo lærist af svona svein,
sem tillitsemi stal.
Af þessu hermir fólk....
Er það sem verða skal.
Vonandi líkar ykkur þetta, see you later, alligators :p
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Athugasemdir
Flott vísa hmmmm Hmmm gaman að lesa á netinu að þú ert búin að fá stærðfræði einkunnina þína Vissi um enskuna, en kanski þú getir sent mér e-mail áður en þú setur þetta á bloggi bara svo að ég viti þetta hihihihi
Love U þú ert SVO DUGLEG DÚLLAN MíN !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 10.12.2006 kl. 22:07
Gleðileg jól elska þig !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 23.12.2006 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.